





KULDI THERAPY
Kaldur Pottur (Kuldi Cold Therapy)
Kaldur Pottur (Kuldi Cold Therapy)
Sótt í verslun
Smiðjuvegur 6
Rauð Gata
200 Kópavogur
Ísland
ATH. FYLGIR LOK MEÐ
Hefur þig alltaf dreymt um að geta farið í kalda pottinn á svölunum heima eða á pallinum í bústaðnum en ekki verið tilbúin/n að eyða mörg hundruð þúsundum?
Þá er þetta lausnin fyrir þig!
Fullkominn uppblásinn kaldur pottur sem tekur lítið pláss, er einfaldur í uppsetningu og á frábæru verði! Kemur með teygjuloki til að halda laufblöðum og öðrum óhreinindum í burtu.
Kuldi tekur lítið pláss þannig að hann kemst auðveldlega fyrir á svölunum, út í garði, baðherberginu, bílskúrnum eða hvar sem þér dettur í hug að setja hann. Svo getur þú líka auðveldlega tekið loftið úr honum og tekið hann með þér í ferðalagið eða hvert sem þér hentar.
Kuldameðferð hefur átt gríðarlegum vinsældum að fagna og hefur fyrir löngu sannað sig við hraða endurheimtum (recovery) og minka bólgur í líkamanum.
En það er langt frá því að vera eini ávinningur þess að stunda kalda pottinn!
Regluleg notkun getur meðal annars..
- Losað um streitu
- Aukið fitubrennslu
- Bætt svefn
- Aukið einbeitingu
- Hjálpað til við að ná stjórn á öndun
- Aukið viljastyrk
- Minnkað bólgur
- Dregið úr verkjum
Kuldi Cold Therapy potturinn er 80x70 cm á stærð og hentar við allar aðstæður.
Teygjanlegt lok fylgir með.
Potturinn er fóðraður með þriggja laga níðsterkri Nylon og PVC blöndu sem gerir hann virkilega endingargóðan við íslenskar aðstæður.
Kíktu við hjá okkur í Fitness Sport á Smiðjuvegi 6 (rauð gata) til þess að sjá hann með berum augum og máta.
[video width=1080 height=1920 mp4=https://www.fitnesssport.is/wp-content/uploads/2023/02/VID_88950711_063739_565.mp4][/video]