Fitness Sport er ein elsta fæðubótarverslun og heildsala landsins og hefur verið að störfum síðan 1998.

Það var Svavar Jóhannsson sem stofnaði Fitness Sport í bílskúrnum hjá ömmu sinni fyrir 25 árum en bílskúrinn var ekki lengi að springa utan af starfseminni.

Fyrsta verslunin var síðan staðsett í Hlíðasmára í kópavogi en hún varð einnig fljót að verða of lítil og var þá flutt í Faxafen 8 þar sem verslunin var til húsa í 17 ár. Á þeim tíma sprakk heildsöluarmur fyrirtækisins út og það var því ákveðið að finna húsnæði sem gæti rúmað ört stækkandi lager af vörum sem þurfti fyrir verslanir og stórmarkaði og varð Smiðjuvegur 6 í kópavogi fyrir valinu þar sem verslunin og heildsalan er nú til húsa.

Starfsfólk Fitness Sport hefur víðtæka þekkingu á öllu sem snýr að fæðubótarefnum og notkun þeirra til að ná hámarksárangri við íþróttaiðkun eða bara til að lifa heilbrigðara og ánægjulegra lífi frá degi til dags.

Við bjóðum þig velkomin í verslun okkar að Smiðjuvegi 6 og fá ráðleggingar um hvaða fæðubótarefni henta þér og þinni heilsurækt. Þú getir líka sent okkur póst ef þú hefur einhverjar spurningar á fitnesssport@fitnesssport.is og við svörum þér um hæl.

Með kveðju

Starfsfólk Fitness Sport