Fitness Sport ehf hefur það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu og að bjóða upp á hágæða vörur frá mörgum af stærstu framleiðendum heims.

Ef þjónustan okkar mætir ekki kröfum þínum á einhvern hátt,  þá viljum við endilega heyra af því svo við getum bætt okkur. Eins ef við getum aðstoðað þig við að velja réttu vörurnar sem henta þér eða þú hefur spurningar um okkar vörur þá erum við alltaf reiðubúin að aðstoða og ráðleggja þér í síma 544-5555 eða í eigin persónu í verslun okkar á Smiðjuvegi 6.


Pantanir:

Pantanir sem berast fyrir hádegið eru sendar samdægurs ef valið er að senda með Dropp og er dreift sama dag á höfuðborgarsvæðinu. Sendingar pantaðar fyrir klukkan 13.00 og eiga að sendast með Póstinum eru einnig sendar samdægurs frá okkur og eru í flestum tilfellum komnar daginn eftir á áfangastað. Pantanir sem gerðar eru eftir það eru sendar næsta virka dag.

Hægt er að velja að sækja pantanir í verslun okkar að Smiðjuvegi 6 og er þá hægt að sækja pöntun klukkutíma eftir að hún er gerð. Pantanir eru ekki sendar út um helgar en hægt er að sækja í verslun á laugardögum á milli 11-15

Vöruskil:

Fæðubótarefni eru flokkuð sem matvæli og lúta ströngum reglum um geymsluskylirði og hreinlæti sem við hjá Fitness Sport tökum mjög alvarlega.  

Þess vegna er því miður ekki hægt að skila fæðubótarefnum eftir að þau hafa farið frá okkur þar sem við getum ekki sannreynt hvernig þau hafa verið geymd eftir að þau voru seld. Öðrum vörum er hægt að skila gegn annarri vöru eða inneignarnótu.

Greiðslur:

Við tökum við öllum helstu greiðslukortum ásamt því að hægt er að greiða með Netgíró og PEI.