


HIGH5
Batterí (Íþróttadrykkur)
Batterí (Íþróttadrykkur)
1kg (25 skammtar) / Appelsínu og Mangóbragð
Sótt í verslun
Smiðjuvegur 6
Rauð Gata
200 Kópavogur
Ísland
Batterí er háþróaður íþróttadykkur sem inniheldur auðmeltanleg kolvetni, sem veita skjóta orku, og sölt & steinefni (natríum, magnesíum, kalíum) sem hjálpa til að hraða efnaskiptum orkuefnanna og stuðla að viðhaldi vökvajafnvægis.
Batterí eykur getu líkamans til að taka upp vökva, viðhalda frammistöðu og verndar gegn krömpum, á meðan æfingunni stendur. Hver skammtur inniheldur hæfilegt magn af kolvetnum (36g sem 7% lausn) og natríum (20 mmol/L) til að veita orku og hjálpa til að viðhalda vökvabúskapi líkamans. Þar að auki inniheldur blandan greinóttar amínósýrur (BCAA), en þær stuðla að uppbyggingu vöðva í gegnum ferli sem kallast muscle protein synthesis. Þá getur neysla á BCAA stuðlað að betri endurheimt eftir æfingu/keppni.
Magn og blanda kolvetna í hverjum skammti af Batterí er valið út frá vísindalegum sjónarmiðum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að styrkur kolvetna í íþróttadrykkjum á bilinu 6 – 9% skili bestu niðurstöðum fyrir árangur. Blandan er ísótónísk, en það þýðir að styrkur kolvetna og salta í Batterí er svipaður og í mannslíkamanum. Kolvetnastyrkur Batterís stuðlar að hraðari magatæmingu og frásogi í þörmunum og hjálpar því líkamanum að halda vökvajafnvægi, sem og að auka framboð kolvetna til notkunar fyrir heila og vöðva á meðan æfingu/keppni stendur.