






Fitness Sport
Einn með öllu
Einn með öllu
Sótt í verslun
Smiðjuvegur 6
Rauð Gata
200 Kópavogur
Ísland
Stiilanlegur Lyftingabekkur, 50kg lóðasett og Kaldur Pottur saman á aðeins 89.990kr.
Allt sem þú þarft fyrir heimaræktina. í bílskúrinn eða bústaðinn.
Stillanlegur Lyftingabekkur: Taktu æfingarnar á næsta stig með þessum stillanlega lyftingabekk – hannaður til að þola mikla notkun og gefa þér hámarks stöðugleika í hverja æfingu.
Hvort sem þú ert að taka bekkpressu, axlaæfingar eða kviðæfingar, þá færðu fullkominn stuðning og fjölbreytni með þessum bekk.
- Auðvelt að stilla bæði bak og sæti eftir hentugleika.
- Sterk stálgrind sem tryggir stöðuleika og öryggi.
- Þykkir og þæginlegir púðar fyrir hámarks þægindi.
- Fullkomið fyrir Heimaræktina, vinnuna, bústaðinn eða bílskúrinn.
50kg lóðasett: 4x 5kg lóð, 4x 2,5kg lóð, 4x 1,25kg lóð og 4x 0,5kg lóð.
Tvær handlóðalóðastangir (dumbells) fylgja með ásamt einni langri stöng (barbell).
Geggjað sett sem er allt sem þú þarft til að taka æfingarnar hvenær og hvar sem þér hentar og ekki síst þegar þér hentar!
Kaldur Pottur: Fullkominn uppblásinn kaldur pottur sem tekur lítið pláss, er einfaldur í uppsetningu og á frábæru verði! Kemur með vönduðu loki sem hægt er að læsa fast með smellum til að halda laufblöðum og öðrum óhreinindum í burtu.
Kuldi tekur lítið pláss þannig að hann kemst auðveldlega fyrir á svölunum, út í garði, baðherberginu, bílskúrnum eða hvar sem þér dettur í hug að setja hann. Svo getur þú líka auðveldlega tekið loftið úr honum og tekið hann með þér í ferðalagið eða hvert sem þér hentar.
Kuldameðferð hefur átt gríðarlegum vinsældum að fagna og hefur fyrir löngu sannað sig við hraða endurheimtum (recovery) og minka bólgur í líkamanum.
En það er langt frá því að vera eini ávinningur þess að stunda kalda pottinn!
Regluleg notkun getur meðal annars.
- Losað um streitu
- Aukið fitubrennslu
- Bætt svefn
- Aukið einbeitingu
- Hjálpað til við að ná stjórn á öndun
- Aukið viljastyrk
- Minnkað bólgur
- Dregið úr verkjum
Kuldi Cold Therapy potturinn er 85x85 cm á stærð og hentar alls staðar.
